Veður

Bjartur skír­dagur fram undan í höfuð­borginni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Veðurspá bendir til þess að bjart verður í veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.
Veðurspá bendir til þess að bjart verður í veðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Vísir/Vilhelm

Bjart verður að mestu um landið sunnanvert í dag. Dálítil él verður á Norður- og Austurlandi  og hvassast suðaustan til. Annað kvöld bætir heldur í vind. 

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar, þar sem segir að frost mælist í dag 0 til 6 stig en frostlaust verði sunnantil yfir daginn. Þá verði vindur norðaustan 8-18 m/s.

Á höfuðborgarsvæðinu gengur hins vegar í norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað og hiti 0 til 4 stig yfir daginn. Vindur verður hægari í kvöld, en norðaustan 8-13 m/s síðdegis á morgun.

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði í grennd við Bretlandseyjar stjórna veðrinu í dag, að mati veðurfræðings. Áttin verður því norðaustlæg, víða kaldi eða stinningskaldi, en allhvasst við suðausturströndina. Víða dálítil él og vægt frost, en yfirleitt þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 5 stigum yfir daginn.

Veðrið verður svipað á morgun, en síðdegis fer smám saman að bæta í vind.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart um landið sunnanvert. Bætir heldur í vind seinnipartinn. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust sunnantil yfir daginn.

Á laugardag: Norðaustan 13-20, hvassast suðaustantil. Él norðan- og austanlands, annars bjart að mestu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Norðaustan og norðan 13-20 og él, en bætir í vind og ofankomu seinnipartinn. Úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag: Hvöss norðaustanátt og snjókoma með köflum, en dregur úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar lítillega.

Á þriðjudag og miðvikudag:  Norðaustlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Svalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×