„Algjör synd ef þeir fengju stemninguna í byrjun ekki vestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 09:30 Það gæti skipt sköpum fyrir Vestra að komast sem fyrst á nýjan heimavöll sinn. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, segja nauðsynlegt fyrir Vestra, nýliðana í Bestu deild karla, að komast sem nýjan heimavöll sinn. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira