„Er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2024 09:30 HK er á leið inn í sitt sjöunda tímabil í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, er á báðum áttum hvað honum finnst um takmarkaða virkni HK á félagaskiptamarkaðnum fyrir Bestu deild karla. HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
HK er spáð 12. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. HK-ingar enduðu í 9. sæti í fyrra. HK hefur látið lítið að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í vetur, þrátt fyrir slæmt gengi seinni hluta síðasta tímabils og á undirbúningstímabilinu. Knattspyrnudeild HK var rekin með talsverðu tapi í fyrra og svo virðist sem félagið sé að halda að sér höndum í leikmannamálum. „Ég er á báðum áttum með þá sem eru að reka HK og hvernig félaginu er stýrt. Það kom fram að þeir hefðu verið í viðræðum við Ólaf Kristjánsson um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála en þeir bökkuðu út úr því á fjárhagslegum forsendum,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Hluta af mér langar að hrósa þeim fyrir ábyrgan rekstur en hinn hlutann að skammast í þeim til að gera ekki aðeins meira til að festa félagið í sessi og styrkja það í að verða stöðugt og flott efstu deildar félag því mér finnst þeir hafa allt til að bera til þess.“ Atli Viðar segir að eins og staðan er núna sé hæpið að HK haldi sér í Bestu deildinni. „Mannskapurinn er ekki góður og seinni hluti síðasta tímabils var afleitur. Það er býsna algengt að vondur endir á tímabili elti inn í það næsta. Þannig ég held að það séu allar forsendur fyrir því að spá HK erfiðu tímabili,“ sagði Atli Viðar. En hvað gæti haldið HK í Bestu deildinni? „Þeir vita hvar þeir eru staddir, á botninum. Þeir hafa talað um að það muni koma leikmenn. Leiðin er bara ein og hún er upp á við og það er mögulega það sem þeir geta nýtt sér, að nýta æfingaferðina til rífa móralinn upp og koma sér upp úr þessu vonleysi sem við sjáum í leikjum hjá þeim. Þegar þeir fá á sig mörk horfa þeir á hvorn annan. Mótið er ekki byrjað og þeir eru komnir í þann pakka sem er mjög vont; líkamstjáningin og trúin sem virðist ekki vera nein,“ sagði Baldur Sigurðsson. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla HK Besta sætið Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira