Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 19:28 Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild HR. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag tillögu um tafarlaust vopnahlé á Gasa. Samkvæmt henni á vopnahléð að hefjast nú þegar og standa yfir Ramadan, föstumánuð múslima sem lýkur 9. apríl. Einnig er gerð sú krafa að Hamas-liðar sleppi öllum gíslum og að opnað verði enn frekar fyrir flæði hjálpargagna inn á svæðið. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi gegn sambærilegum tillögum. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að það leiði til varanlegra vopnahlés. Ísraelar brugðust illa við ályktuninni og fyrirhugaðri heimsókn Benjamíns Netnanjahú forsætisráðherra til Washington var umsvifalaust aflýst. Fulltrúi Mósambík í öryggisráðinu segir niðurstöðuna sögulega. „Það er von okkar að ályktunin sem samþykkt var í dag verði innleidd í góðri trú af öllum málsaðilum og verði til þess að lina þjáningar Gasabúa. Við vonum einnig að þessi ályktun muni opna leið fyrir jákvæðari sjónarmið varðandi varanlegan frið í Mið-Austurlöndum,“ sagði Pedro Comissário Afonso, fulltrúi Mósambík. Afdráttarlaus ályktun Þórdís Ingadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir um vatnaskil í átökunum að ræða. „Og augljóslega mjög þýðingarmikið. Ísrael hefur beitt rétti sínum til sjálfsvarnar eftir árás Hamas í október. Nú er það þannig að rétt eins og í landsrétti að ef þú beitir neyðarvörn, þú mátt gera það þar til lögreglan mætir. Öryggisráðið hefur það vald, samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þeir mega bregðast við. Þeir hafa gert það núna, svo í raun þá ber öllum aðildarríkjum að fylgja þessu,“ segir Þórdís. Hún segir að drög að ályktuninni hafi verið mjög afdráttarlaus, þannig að Ísraelsmenn yrðu að bregðast við. Þrátt fyrir það væri ekki um að ræða ákall um varanlegt vopnahlé, heldur til tveggja vikna. „En líka mjög mikilvægt, krafa um að mannúðaraðstoð fari inn.“ Ísraelar verði að hlýða Hvað ef Ísraelar fylgja þessu ekki, hvað gerist þá? „Það er stórt pólitískt mál ef þeir gera það ekki. Þeir hafa byggt sinn hernað á grundvelli sjálfsvarnar. Nú er Öryggisráðið búið að stíga inn. Annars væru þeir að fara gegn ályktuninni, og þá stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þá svolítið nýtt í þessu máli.“ Þórdís segir ekki talað um beitingu vopnavalds gegn Ísrael í ályktuninni. „Við skulum sjá hvað gerist. Þetta er allt á vogarskálarnar um að fá frið á svæðinu.“ Hún segir ólíklegt að Hamas hlíti þeirri kvöð sem sett er á samtökin í ályktuninni, um að gíslum sem þeir tóku í hryðjuverkaárásunum 7. október verði sleppt.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57