Netanjahú í fýlu við Biden Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 19:15 Joe Biden og Benjamín Netanjahú. AP Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála. Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Öryggisráðið krafðist í dag tafarlauss vopnahlés á Gasaströndinni og að leiðtogar Hamas-samtakanna sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðið krafðist einnig þess að mannúðarsamtökum yrði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Tillagan var samþykkt af fjórtán meðlimum öryggisráðsins og Bandaríkin sátu hjá. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Sjá einnig: Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að samþykkja ályktanir sem þessa á undanförnum vikum en það hefur ekki gengið eftir. Bandaríkjamenn hafa staðið í vegi nokkurra ályktana og þá að miklum hluta vegna þess að ákall um vopnahlé hefur ekki verið tengt því að gíslum Hamas-verði sleppt, þar til nú. Tillagan sem samþykkt var í dag naut stuðnings Rússa og Kína, sem komu í veg fyrir framgöngu sambærilegrar tillögu í síðustu viku. Sjá einnig: Hafna tillögu um „brýnt vopnahlé“ Áðurnefnd sendinefnd átti að ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um ætlaða árás Ísraela á Rafah. Ísraelar hafa sagt að það sé eitt síðasta vígi Hamas á Gasaströndinni en Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt Netanjahú að slík árás væri mistök. Í nýlegu símtali varaði Biden Netanjahú við því að Ísrael ætti á hættu að einangrast vegna gífurlegs mannfalls meðal óbreyttra borgara á Gasaströndinni og mikillar eyðileggingar. Fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar hafa flúið til Rafah á undanförnum mánuðum. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins segist ákvörðunina um hjásetu ekki marka stefnubreytingu hjá ríkisstjórninni. Ályktunin fæli í sér að það að gíslunum yrði sleppt væri skilyrði fyrir vopnahléi. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin hefðu setið hjá en ekki greitt atkvæði með tillögunni væri að Hamas-samtökin voru ekki fordæmd í ályktuninni. Eins og fram kemur í frétt AP hefur spennan milli Bandaríkjamanna og Ísrael aukist töluvert vegna áðurnefnds mannfalls og takmarka á mannúðaraðstoð til Palestínumanna á Gasaströndinni. Þá hafa ráðamenn ríkjanna einnig deilt um höfnun Netanjahús á ríki fyrir Palestínumenn og vegna tíðs ofbeldis landtökumanna í garð Palestínumanna á Vesturbakkanum. Það gerði Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings og bandamaður Bidens, kallaði nýverið eftir því að Ísraelar héldu kosningar og sagði Netanjahú ekki hafa hag ríkisins í huga. Biden gaf í kjölfarið í skyn að hann væri sammála.
Bandaríkin Joe Biden Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06 Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54
Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. 20. mars 2024 07:06
Biden og Netanyahu ræddu stöðu mála í fyrsta sinn í meira en mánuð Bandaríkjamenn segja Marwan Issa, næstæðsta leiðtoga hernaðararms Hamas, hafa fallið í árásum Ísraelsmanna á göng sem lágu undir Nuseirat flóttamannabúðunum. 19. mars 2024 07:56