Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2024 14:57 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Bandaríkin sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en þau hafa hingað til beitt neitunarvaldi sínu. Ákallið er það fyrsta sem öryggisráðið sendir frá sér þar sem þess er krafist að hlé verði gert á átökum. Öryggisráðið hefur frá því að átökin stigmögnuðust í október sent frá sér tvær ályktanir um þau en hvorug þeirra hefur fjallað um vopnahlé. Þó svo að krafan um vopnahlé gildi aðeins í um tvær vikur segir í ályktuninni að vonir standi til þess að hlé á átökum geti leitt til varanlegra vopnahlés. Í ályktuninni er þess einnig krafist að öllum gíslum sem teknir voru í árás Hamas í Ísrael þann 7. október verði sleppt. Á vef AP segir að sú krafa sé ekki tengd við Ramadan eins og sú um vopnahléið. Þá er þess einnig krafist að mannúðarsamtökum verði hleypt inn á svæðið með hjálpargögn. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ályktuna skýra. The Security Council resolution passed today is clear: Immediate ceasefire. Immediate release of all hostages. Humanitarian assistance must reach Gaza and civilians must be protected. We call on all parties to the conflict to heed this clear call from the international community.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 25, 2024 Tillagan var lögð fram af alls tíu ríkjum sem meðlimir eru í öryggisráðinu og naut stuðnings bæði Kínverja og Rússa auk 22 Arabaríkja sem eru meðlimir í Sameinuðu þjóðunum. Alls eiga fimmtán ríki sæti í ráðinu. Alls hafa um 32 þúsund Palestínubúar verið drepnir í átökunum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Tveir þriðju þeirra látnu eru konur og börn samkvæmt stofnuninni. Stofnunin gerir ekki greinarmun á almennum borgurum og bardagamönnum. Alþjóðastofnanir hafa varað við því síðustu vikur að mannúðarkrísa sé yfirvofandi á svæðinu og hungursneyð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira