Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 23:54 Forsvarsmenn samtakanna segjast ekki hafa fengið neinn rökstuðning fyrir ákvörðuninni. AP/Fatima Shbair Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Philippe Lazzarini, yfirmaður flóttamannaaðstoðarinnar, birti í dag færslu á miðilinn X þar sem hann segir það vera óforskammanlegt að ísraelsk yfirvöld skuli ekki hleypa birgðum inn á svæðið. „Þetta er svívirðilegt og er viljandi gert til að hindra björgunaraðstoð á meðan hungursneyð af mannavöldum stendur yfir. Þessum hömlum verður að aflétta,“ skrifar Philippe. # Gaza: as of today, @UNRWA, the main lifeline for #Palestine Refugees, is denied from providing lifesaving assistance to northern Gaza. Despite the tragedy unfolding under our watch, the Israeli Authorities informed the UN that they will no longer approve any @UNRWA food pic.twitter.com/lfp9xRQuh1— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 24, 2024 Juliette Touma, talskona flóttamannaaðstoðarinnar, segir fulltrúa ísraelshers hafa staðfest þetta á fundi í dag. Hún segist ekki hafa fengið neinn rökstuðning. Martin Griffiths, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum segir að flóttamannaaðstoðin sé lífæð mannúðarstarfsins á svæðinu og að Ísraelsmenn verði að afnema hömlurnar umsvifalaust. Að mati sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna bíður sultur yfir íbúum norðanverðs Gasasvæðisins ekki seinna en í maí ef ekki verður gripið inn í. Að sögn Juliette Touma hefur flóttamannaaðstoðinni ekki tekist að koma matarbirgðum til norðanverðs svæðisins síðan 29. janúar síðastliðins.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira