Seinka atkvæðagreiðslu um nýja vopnahlésályktun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 10:29 Atkvæðagreiðslan fer fram á mánudag en ekki í dag. AP Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun kjósa um nýja vopnahlésályktun á mánudag, en ekki í dag, eins og lagt var upp með. Atkvæðagreiðslunni er seinkað til þess að ráðið geti rætt tillöguna betur um helgina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafnaði í gær ályktun sem sendiherra Bandaríkjanna lagði fram um brýnt vopnahlé á Gasa. Sendiherrar bæði Rússlands og Kína beittu neitunarvaldi ríkjanna til að koma í veg fyrir að ályktunin yrði samþykkt. Var þetta fjórða ályktunartillagan um vopnahlé á Gasa sem nær ekki í gegn, en í síðustu þrjú skipti hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldinu. Í tillögunni fólst sex vikna vopnahlé á Gasa gegn því að gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Ellefu af fimmtán ríkjum í ráðinu greiddu atkvæði með tillögunni. Öryggisráðið fundar á mánudagsmorgun og þá verða greidd atkvæði um nýja vopnahlésályktun, sem kjörnir fulltrúar öryggisráðsins hafa sett saman. Til stóð að atkvæðagreiðslan færi fram í dag, en til þess að nægur tími gæfist fyrir umræður var henni frestað til mánudags. Í afriti af ályktuninni sem Reuters hefur undir höndum kemur fram krafa um tafarlaust vopnahlé meðan á mánuði Ramadan stendur, en Ramadan hófst þann 10. mars og stendur til 9. apríl. Auk þess er krafa um að öllum gíslum Hamas verði sleppt úr haldi og neyðaraðstoð til Gasa verði meiri. Til þess að hún verði samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum öryggisráðsins að greiða atkvæði með henni, án þess að eitt fimm ríkjanna sem hafa neitunarvald greiði gegn henni. Þau ríki sem hafa neitunarvald í ráðinu eru Bandaríkin, Kína, Rússland, Frakkland og Bretland.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Sjá meira