Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2024 01:40 Katrín kom síðast opinberlega fram um jólin. Getty/Chris Jackson Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024 Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Sjá meira
Karl sagði í yfirlýsingu að hann væri afar stoltur af Katrínu fyrir að greina frá veikindum sínum og að hann hefði átt í stöðugum samskiptum við „ástkæra tengdadóttur sína“ frá því að þau lágu bæði inni á London Clinic einkasjúkrahúsinu í Lundúnum í janúar. Konungurinn gekkst undir aðgerð vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á sama tíma og Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi. Hvorugt var grunað um að vera með krabbamein en bæði greindust með mein í kjölfar aðgerðanna. Hvorki Buckingham-höll né Kensington-höll hefur viljað gefa út hvers konar krabbamein Karl og Katrín greindust með. #BREAKING King Charles III says 'so proud of Catherine for her courage' in revealing cancer diagnosis pic.twitter.com/ctBpPCbilM— AFP News Agency (@AFP) March 22, 2024 Harry prins og eiginkona hans Meghan Markle hafa einnig tjáð sig og óska Katrínu og fjölskyldu „heilsu og heilun“. Þá segjast þau vonast til að fjölskyldan fái að vinna úr veikindum Katrínar í friði. Prince Harry and Meghan Markle are showing support for Catherine, Princess of Wales, following news of her cancer diagnosis. We wish health and healing for Kate and the family, and hope they are able to do so privately and in peace," the Sussexes said in a statement to VF. : pic.twitter.com/3mczdZO3fv— VANITY FAIR (@VanityFair) March 22, 2024 Breskir miðlar hafa greint frá því að Katrín hafi hafið lyfjameðferð í lok febrúar. Þá hafi verið ákveðið að greina frá veikindum hennar á þessum tímapunkti, þegar börn hennar og Vilhjálms krónprins væru komin í páskafrí. Katrín sagði í ávarpi sínu að það hefði tekið tíma að útskýra veikindin fyrir börnunum; Georg, Karlottu og Lúðvík, á viðeigandi hátt aldurs þeirra vegna og að fullvissa þau um að það yrði í lagi með móður þeirra. Þegar Katrín lagðist fyrst inn á spítala var gefið út að hún myndi snúa aftur til skyldustarfa eftir páska. Óvíst er hvort sú yfirlýsing stendur en lyfjameðferð af því tagi sem hún gengst nú undir er sögð geta tekið allt að sex mánuði. Sérfræðingar segja „fyrirbyggjandi lyfjameðferð“ geta þýtt tvennt; annað hvort sé verið að freista þess að eyða krabbameinsfrumum sem hafa mögulega náð að dreifa sér, eða að reyna að tryggja að krabbameinið taki sig ekki upp á ný. Fjöldi leiðtoga út um allan heim hafa sent prinsessunni og fjölskyldu hennar góðar kveðjur og óskað henni bata. Jill and I join millions around the world in praying for your full recovery, Princess Kate. https://t.co/jtLp8Uo23d— President Biden (@POTUS) March 23, 2024
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07 Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Erlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Sjá meira
Katrín prinsessa greindist með krabbamein Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. 22. mars 2024 18:07