ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 21:33 Mikill eldur kviknaði í tónleikahúsinu í árásinni. AP/Vitaly Smolnikov Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira