Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:48 Stærðarinnar eldsvoði hefur brotist út í tónleikahöllinni eftir að vopnaðir árásarmenn hófu skothríð í Moskvu. AP/Sergei Vedyashkin Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag.
Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45