Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:48 Stærðarinnar eldsvoði hefur brotist út í tónleikahöllinni eftir að vopnaðir árásarmenn hófu skothríð í Moskvu. AP/Sergei Vedyashkin Minnst fjórir dulbúnir menn hófu skothríð í tónleikasal í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í kvöld. Rússneskir miðlar greina frá því ásamt Reuters. Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Myndband sem Reuters hefur undir höndunum sýnir mikinn eldsvoða loga í húsinu og reykjarmökkur stígur upp. Rússneskir miðlar greina frá því að minnst fjörutíu liggi í valnum en líklegt er að talan muni hækka. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur gefið út að um sé að ræða hryðjuverkaárás en upplýsingar eru af skornum skammti að svo stöddu. Fregnir hafa borist af tveimur sprengingum en þær hafa ekki verið staðfestar. Skjóta að fólki í felum „Hræðilegur harmleikur hefur átt sér stað í verslunarmiðstöðinni Crocus City í dag. Ég samhryggist ástvinum fórnarlambanna,“ segir Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, í yfirlýsingu. Hann segir alla tiltæka viðbragðsaðila hafa verið ræsta út. Í óstaðfestu myndbandi sem Reuters hefur undir höndunum sjást menn með sjálfvirka riffla skjóta að fólki sem æpti og reyndi að fela sig undir því sem virðist vera skiltið við inngang Crocus City. Minnst hundrað manns hefur verið bjargað úr kjallara Crocus City Hall þar sem árásin átti sér stað. Byggingin hýsir tónleikahöll og verslunarmiðstöð. Úkraínumenn eigi ekki aðild Reuters greinir frá því að fólk sem leitaði sér skjóls frá árásarmönnunum á þaki byggingarinnar séu þar enn þó húsið standi í ljósum logum. Hvíta húsið hefur gefið út tilkynningu þar sem það segir ekkert benda til þess að úkraínsk yfirvöld eigi aðild að árásunum. Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Ekki liggur fyrir hvort málin séu tengd. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag.
Rússland Hryðjuverkaárás í Moskvu Tengdar fréttir Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Danir skuli forðast fjöldasamkomur vegna hryðjuverkahættu Danska utanríkisráðuneytið hefur varað danska ríkisborgara búsetta í Moskvu við að sækja fjöldasamkomur í borginni um helgina. Í varúðartilkynningu til þeirra kemur fram að aukin hætta sé á árásum á fjöldasamkomur í Moskvu. Ekki liggur þó fyrir hvað býr á baki þessum viðvörunum. 8. mars 2024 22:45