Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 09:10 Von der Leyen segir hjálpar þörf núna, íbúar Gasa geti ekki beðið. AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira