Erlent

Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jót­landi

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 22:10 að staðartíma í gærkvöldi.
Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 22:10 að staðartíma í gærkvöldi. Getty

Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið.

Danskir fjölmiðlar greina frá því að stúlkan hafi fundist illa særð á götu í bænum og hafi hún látist af sárum sínum skömmu síðar. Fram kemur að stúlkurnar hafi báðar gengið í sama skóla og að skólahald hafi verið fellt niður í dag vegna málsins.

Bæjarstjórinn í Hjallerup segir bæjarbúna slegna yfir atburðinum en svo virðist sem stúlkurnar og drengurinn tengist öll fjölskylduböndum.

Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 22:10 að staðartíma í gærkvöldi. Stúlkan fannst nærri hitaveitustöð í bænum og girti lögregla af stórt svæði þar í kring.

Uppfært 7:45: Lögregla hefur nú sleppt jafnöldru hinnar látnu sem handtekin var. Rannsókn lögreglu bendir til að hún tengist ekki morðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×