Erlent

Banda­ríkja­her lagður af stað til Gasa til að smíða bryggju

Árni Sæberg skrifar
Bandarískr hermenn munu smíða bryggjuna en þeir fara ekki í land á Gasa.
Bandarískr hermenn munu smíða bryggjuna en þeir fara ekki í land á Gasa. Bandaríkjaher

Bandaríska herskipinu Frank S Besson ofursti var siglt úr höfn í Virginíu í gær og stefnan tekin á Gasaströndina. Þar stendur til að smíða tímabundna flotbryggju, sem ætlað er að auðvelda afhendingu hjálpargagna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á fimmtudag að Bandaríkjamenn myndu leiða mannúðaraðgerðir á svæðinu og hefja byggingu hafnar þar sem stór skip gætu lagt að með vatn, matvæli, lyf og tímabundið skjól. Forsetinn hét því að hermenn Bandaríkjanna myndu ekki fara inn á svæðið.

Bandaríkjaher greindi frá því á Twitter í nótt að herskip væri þegar lagt af stað til Palestínu. Um borð í skipinu séu efniviður og tæki til þess að smíða tímabundna bryggju, sem muni gera hjálparsamtökum og öðrum kleift að koma hjálpargögnum sjóleiðina til Gasa.


Tengdar fréttir

Fimm dóu þegar hjálpargögn lentu á þeim

Að minnsta kosti fimm manns eru sagðir hafa látið lífið þegar hjálpargögn sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Gasaströndina úr lofti í gær lentu á þeim. Fallhlíf allavega eins vörubrettis opnaðist ekki og það féll til jarðar á miklum hraða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×