Bæði lönd eru meðal sextán landa sem, ásamt Íslandi, frystu greiðslur til aðstoðarinnar í kjölfar þess að ásakanirnar litu dagsins ljós. Síðar kom þó á daginn að starfsmennirnir sem sakaðir voru um aðild að árásunum hefðu verið reknir áður en rannsókn gat átt sér stað.
Innri rannsókn á sannleiksgildi ásakana Ísraelsmanna á hendur starfsmanna UNRWA eru yfirstandandi og ekki liggur yfir hvað hafi búið þeim að baki.
Í gær var það tilkynnt að Kanada myndi halda greiðslur áfram eftir nokkuð hlé að því gefnu að rannsókn málsins haldi áfram. Sænska ríkisstjórnin gaf það svo út í dag að hún myndi senda samtökunum upphæð sem nemur 200 milljónum sænskra króna eða rúmum tveimur og hálfum milljörðum íslenskra.
Tólf starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru bendlaðir við árásir Hamasliða af yfirvöldum í Ísrael í lok janúarmánaðar og var Ísland meðal þeirra landa sem frysti greiðslur til samtakanna til að þrýsta á ítarlega rannsókn. Ísland hefur
Flóttamannaaðstoðin eru stærstu samtök á vegum Sameinuðu þjóðanna starfandi á Gasasvæðinu. Hún veitir heilbrigðisþjónustu, menntun og aðra mannúðaraðstoð ásamt því að veita um þrettán þúsund manns á svæðinu starf. Svíþjóð er fjórði stærsti fjárveitingaraðili stofnunarinnar og Kanada hinn ellefti.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur sagt að ef fullnægjandi skýringar komi fram og nauðsynlegar skýringar verði settar fram sé ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. Ekki náðist í utanríkisráðuneytið varðandi hvort Ísland muni hefja fjárveitingu á ný.