Íslenski boltinn

Þórsarar í undan­úr­slit á kostnað KR

Sindri Sverrisson skrifar
Benóný Breki Andrésson skoraði eina mark KR í kvöld.
Benóný Breki Andrésson skoraði eina mark KR í kvöld.

KR-ingar þurftu hálfgert kraftaverk til að velta Þór úr sessi í efsta sæti riðils liðanna í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta. Þeir náðu hins vegar aðeins jafntefli í lokaleik sínum í kvöld, 1-1 gegn Stjörnunni.

Til að komast upp fyrir Þór þurfti KR stóran sigur, og að treysta á að Þór myndi tapa gegn Fjölni á sunnudaginn í síðasta leiknum í riðli 3.

Jafnteflið þýðir hins vegar að KR endar með tíu stig í 2. sæti, nema að Fjölnir vinni Þór með að minnsta kosti þriggja marka mun. Stjarnan endar í 5. sæti með þrjú stig. 

Það var Benoný Breki Andrésson sem kom KR yfir í kvöld en Stjarnan jafnaði um miðjan seinni hálfleik þegar Emil Atlason skoraði úr vítaspyrnu.

Bæði Stjarnan og KR töpuðu stórt gegn Þór á útivelli, í Boganum á Akureyri, og hafa verið gagnrýnd fyrir að stilla ekki upp sínum bestu liðum þar.

Þórsarar spila í undanúrslitum líkt og Breiðablik og nær öruggt er að Valur og ÍA taki síðustu tvö sætin þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×