Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 20:01 Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar. Warren Little/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira