Íslenski boltinn

Arnar Númi í Árbæinn

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Númi Gíslason verður í appelsínugulu og svörtu í sumar.
Arnar Númi Gíslason verður í appelsínugulu og svörtu í sumar. @Fylkir

Knattspyrnumaðurinn Arnar Númi Gíslason, sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er genginn í raðir Fylkis frá Breiðabliki.

Arnar Númi, sem er 19 ára, er uppalinn hjá Haukum og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki í 2. deild sumarið 2020, þá aðeins 15 ára gamall.

Hann fór svo til Breiðabliks og lék einn leik í efstu deild en hefur síðan verið að láni hjá Fjölni og Gróttu í Lengjudeildinni síðustu tvö ár.

Samningur Arnars Núma við Blika átti að gilda út árið 2025 en nú er hann mættur í Árbæinn til að spila í appelsínugulu í Bestu deildinni í sumar.

Í vetur hafa Fylkismenn einnig fengið Guðmund Tyrfingsson frá Selfossi, Gunnlaug Fannar Guðmundsson frá Keflavík, Halldór Jón Sigurð Þórðarson frá ÍBV og Danann Matthias Præst sem síðast spilaði í Færeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×