Þetta kemur fram í tilkynningu á vef NTÍ. Þar segir að í kringum þrjátíu matsmenn hafi sinnt þessu starfi síðustu vikur.
Við yfirferð NTÍ kom í ljós að umfang skemmda á fasteignum er ekki mikið á þeim svæðum fjær sprungum og misgengjum í bænum. Auðunn Elíson, verkefnastjóri tjónamats hjá Verkís, segir eðli tjónsins hafa komið á óvart.
„Miðað við þær miklu jarðhræringar sem orðið hafa í Grindavík síðustu mánuði hefur það komið okkur töluvert á óvart hversu lítið tjón er almennt á eignum í bænum að undanskildum þeim sem standa næst sprungum og misgengjum. Flestar eignir utan við sprungusvæði og misgengi eru tiltölulega lítið skemmdar. Þó höfum við séð að hús sem deila lóðamörkum geta verið nánast óskemmd á annarri lóðinni en altjón á hinni,“ er haft eftir Auðuni á vef NTÍ.
Viðgerðarkostnaður ýmsa húsa sem standa á og upp við sprungur er áætlaður hærri en vátryggingarfjárhæð. Eitthvað af því tjóni verður greitt sem altjón að undanskildum kostnaði við niðurrif og förgun.