Lögreglumaður í Ástralíu grunaður um tvöfalt morð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 08:56 Luke Davies og Jesse Baird. Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa fundið líkamsleifar sem þau telja tilheyra Jesse Baird og Luke Davies. Líkamsleifa mannanna hefur verið leitað en lögreglumaður í Nýju Suður Wales var á dögunum ákærður fyrir að myrða parið. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Syndey og Ástralíu allri. Lögreglumaðurinn og fyrrverandi bloggarinn Beau Lamarre, 28 ára, átti í sambandi við Baird sem er sagt hafa endað illa. Baird, sem var sjónvarpsþáttastjórnandi, hóf síðar samband við Davies, flugþjón hjá Qantas, sem virðist hafa reitt Lamarre til reiði. Beau Lamarre. Lamarre tók út vopn á lögreglustöðinni í Miranda í suðurhluta Sydney 16. febrúar síðastliðinn og 19. febrúar heyrðu nágrannar Baird hleypt af byssu á heimili hans. Davies virðis hafa getað hringt í viðbragðsaðila áður en hann lést en sambandið slitnaði. Seinna um kvöldið leigði Lamarre lítinn flutningabíl og játaði verknaðinn að hluta daginn eftir, þegar hann sagði kunningja frá því að hann hefði átt þátt í dauða tveggja einstaklinga. Þann 21. febrúar fannst blóðugur fatnaður og aðrir munir í rusli og í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Baird. Lamarre gaf sig fram þann 23. febrúar en reyndist ekki samstarfsfús fyrr en í morgun. Í kjölfarið fundust líkamsleifar í brimbrettatöskum á landareign í Bungonia, sem taldar eru Baird og Davies. Lamarre er sagður hafa ofsótt Baird um nokkurt skeið og þá virðist hann hafa freistað þess að telja vinum Baird trú um að hann væri fluttur í burt, með því að senda skilaboð úr síma Baird. Chris Minns, æðsti embættismaður Nýju Suður Wales, sagði eftir fundinn að liðin vika hefði verið sú erfiðasta sem ástvinir Baird og Davies hefðu upplifað. „Við getum aðeins vonað að þeir finni frið og huggun í fullvissu þessara sorglegu tíðinda,“ sagði hann. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Morðin hafa vakið mikinn óhug í Syndey og Ástralíu allri. Lögreglumaðurinn og fyrrverandi bloggarinn Beau Lamarre, 28 ára, átti í sambandi við Baird sem er sagt hafa endað illa. Baird, sem var sjónvarpsþáttastjórnandi, hóf síðar samband við Davies, flugþjón hjá Qantas, sem virðist hafa reitt Lamarre til reiði. Beau Lamarre. Lamarre tók út vopn á lögreglustöðinni í Miranda í suðurhluta Sydney 16. febrúar síðastliðinn og 19. febrúar heyrðu nágrannar Baird hleypt af byssu á heimili hans. Davies virðis hafa getað hringt í viðbragðsaðila áður en hann lést en sambandið slitnaði. Seinna um kvöldið leigði Lamarre lítinn flutningabíl og játaði verknaðinn að hluta daginn eftir, þegar hann sagði kunningja frá því að hann hefði átt þátt í dauða tveggja einstaklinga. Þann 21. febrúar fannst blóðugur fatnaður og aðrir munir í rusli og í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Baird. Lamarre gaf sig fram þann 23. febrúar en reyndist ekki samstarfsfús fyrr en í morgun. Í kjölfarið fundust líkamsleifar í brimbrettatöskum á landareign í Bungonia, sem taldar eru Baird og Davies. Lamarre er sagður hafa ofsótt Baird um nokkurt skeið og þá virðist hann hafa freistað þess að telja vinum Baird trú um að hann væri fluttur í burt, með því að senda skilaboð úr síma Baird. Chris Minns, æðsti embættismaður Nýju Suður Wales, sagði eftir fundinn að liðin vika hefði verið sú erfiðasta sem ástvinir Baird og Davies hefðu upplifað. „Við getum aðeins vonað að þeir finni frið og huggun í fullvissu þessara sorglegu tíðinda,“ sagði hann.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira