Enski boltinn

Sneri til baka að­eins 146 dögum eftir að hann varð fyrir eldingu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ronnie í leik með liði sínu.
Ronnie í leik með liði sínu. Daily Mail

Hinn 12 ára gamli Ronnie spilaði um liðna helgi sinn fyrsta fótboltaleik í 146 daga eða síðan hann varð fyrir eldingu og hjarta hans stöðvaðist í 30 mínútur.

Ronnie Wraith varð fyrir eldingu í október á síðasta ári og þurfti í kjölfarið að berjast fyrir lífi sínu en hjarta hans stöðvaðist í um það bil hálfa klukkustund. Þegar á spítalann var komið var honum haldið sofandi á meðan hjarta hans og líkami komst aftur í jafnvægi.

Hægt og bítandi komst Ronnie í betra stand, í nóvember gat hann gengið óstuddur og á endanum var hann útskrifaður af Addenbrooke-spítalanum. Um helgina – aðeins 146 dögum eftir að hann varð fyrir eldingu - kom Ronnie inn af bekknum í sigri Ware FC á Saffron Walden.

Birti X-síða, áður Twitter, félagsins myndband af því þegar Ronnie kom inn á en allir á vellinum klöppuðu duglega fyrir þessum öfluga dreng. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×