Íslenski boltinn

Sigurður Bjartur lík­lega á förum frá KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Bjartur (t.h.) fagnar einu af mörkum sínum í treyju KR.
Sigurður Bjartur (t.h.) fagnar einu af mörkum sínum í treyju KR. Vísir/Hulda Margrét

Það virðast ætla að verða frekari breytingar á leikmannahópi KR áður en tímabilið í Bestu deild karla í knattspyrnu hefst.

Fótbolti.net greinir frá því að framherjinn Sigurður Bjartur Hallsson er á förum frá félaginu. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Fylkis.

Sigurður Bjartur er uppalinn í Grindavík og átti frábært tímabil 2021 þegar hann skoraði 17 mörk í 21 leik í Lengjudeildinni.

Hann fór á reynslu erlendis áður en hann samdi við KR fyrir tímabilið 2022. Hann gerði þriggja ára samning við félagið en virðist nú á förum. Alls spilaði hann 64 leiki fyrir KR og skoraði 17 mörk.

KR og Fylkir mætast í Árbænum í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×