Erlent

Kveikti í sér fyrir utan sendi­ráð Ísrael í Washington D.C.

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Maðurinn sagðist ekki vilja vera aðili að þjóðarmorði.
Maðurinn sagðist ekki vilja vera aðili að þjóðarmorði. Getty/Anadolu/Celal Gunes

Maður var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hafa kveikt í sér fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa kallað „Frjáls Palestína“ áður en hann hellti yfir sig olíu og bar eld að sér.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum í borginni var kallað á slökkvilið til að aðstoða leyniþjónustuna, sem var fyrir á vettvangi. Haft er eftir viðbragðsaðilum að maðurinn hafi verið alvarlega særður.

Hann er sagður hafa starfað fyrir flugherinn og hafa verið einkennisklæddur þegar atvikið átti sér stað.

Samkvæmt Associated Press hélt maðurinn á síma þegar hann gekk að sendiráðinu en hann er sagður hafa streymt gjörningnum á Twitch. Hann lét símann niður, hellti yfir sig olíu og kveikti í.

Áður hrópaði hann „Frjáls Palestína“ og sagðist ekki vilja vera samsekur um þjóðarmorð.

Myndskeiðið var fjarlægt af Twitch.

Sprengjusveit var kölluð á vettvang vegna grunsamlegrar bifreiðar sem talið var mögulegt að tengdist maninum. Engin sprengjuefni fundust.

Mótmæli hafa átt sér stað við sendiráðið vegna árása Ísraelsmanna á Gasa. Þá kveikti maður í sér fyrir utan sendiskrifstofu Ísrael í Atlanta í desember síðastliðnum. Maðurinn og vörður við sendiskrifstofuna voru fluttir á sjúkrahús með brunasár.

Engan annan sakaði við sendiráðið í Washington.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×