Veður

Bjart og kalt í morguns­árið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman.

Þá muni þykkna upp vestantil á landinu og þar má búast við rigningu eða snjókomu seint í kvöld þegar skil lægðarinnar ganga inn á land.

Í fyrramálið er búist við sunnan strekkingi eða allhvössum vindi og rigningu víða um landið. Þó verður úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti tvö til átta stig.

Á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu, en undir kvöld er útlit fyrir að næsta úrkomusvæði komi inn yfir landið með rigningu eða slyddu og kólnandi veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Sunnan 10-18 m/s og rigning, en skúrir eftir hádegi og dregur úr vindi. Þurrt að kalla á norðaustanverðu landinu. Hiti 2 til 9 stig. Bætir aftur í úrkomu sunnantil um kvöldið.

Á þriðjudag:

Norðvestan og norðan 8-15 og kólnar með dálítilli snjókomu eða slyddu. Hægari síðdegis og styttir allvíða upp, en hvessir um tíma austast á landinu. Frost 0 til 8 stig undir kvöld.

Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti kringum frostmark, en rigning við suðurströndina með hita að 5 stigum.

Á fimmtudag:

Norðanátt og él, en úrkomulítið sunnanlands. Kalt í veðri.

Á föstudag:

Norðvestan- og norðanátt og él, en þurrt að kalla sunnan- og vestantil. Talsvert frost.

Á laugardag:

Suðlæg átt og bjart með köflum. Hlýnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×