Íslenski boltinn

Máni meðal þeirra sem komst í stjórn KSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson, betur þekktur sem Máni, er kominn í stjórn KSÍ.
Þorkell Máni Pétursson, betur þekktur sem Máni, er kominn í stjórn KSÍ. Vísir/Vilhelm

Kosið var í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, á 78. ársþingi sambandsins í dag. Alls voru sjö karlmenn sem buðu sig fram en eins og áður hefur verið greint frá var engin kvenmaður sem bauð sig fram.

KSÍ hélt sitt 78. ársþing í Framheimilinu í Úlfarsárdal í dag. Þar var Þorvaldur Örlygsson kjörinn nýr formaður sambandsins og þá voru ýmsar tillögur samþykktar eða felldar. Eftir að Þorvaldur var kosinn var komið að því að kjósa í nýja stjórn sambandsins. 

Þar voru alls sjö aðilar sem komu til greina en aðeins fjórir komust í stjórn. Það voru þeir Þorkell Máni Pétursson, Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson og Sveinn Gíslason. 

Þeir sem komust ekki inn voru þeir Sigfús Kárason, Sigurður Örn Jónsson og Pétur Marteinsson.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×