Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 16:34 Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, talaði fyrir tillögum samtakanna á ársþingi KSÍ. vísir / einar Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37