Djúpfölsuð sjálfsfróun hlaðvarpsstjörnu afhjúpar brotalamir á Twitter Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. febrúar 2024 00:17 Bobbi Althoff skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar og er nú greinilega orðinn það fræg að óprúttnir djúpfalsarar hafa beint sjónum sínum að henni. Getty Hlaðvarpsstjörnunni Bobbi Althoff brá í brún þegar hún sá hvers vegna nafn sitt hafði verið að trend-a á samfélagsmiðlinum X. Djúpfalsað myndband (e. deep fake) af Althoff að fróa sér var þá búið að vera í dreifingu á miðlinum og fengið margar milljónir áhorfs. Hin 26 ára Althoff skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2023 þegar hún tók viðtal við rapparann Drake í hlaðvarpinu The Really Good Podcast. Althoff tók viðtöl við fleiri þekkta einstaklinga á borð við Shaq, Mark Cuban og Lil Yachty en viðtölin vöktu mikla athygli vegna vandræðalegs viðtalsstíls hennar. Althoff er nýjasta fórnarlamb djúpfalsaðra nektarmyndbanda en í þeim er andlitum fólks skeytt inn í klámefni til að búa til nýja falska útgáfu. Gervigreind hefur á síðustu misserum orðið sífellt öflugri við gerð djúpfalsaðs klámefnis og nú er svo komið að erfitt er að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað er falsað. Sagði myndbandið af sér vera greinilega djúpfölsun Djúpfölsunin af Althoff var ekki bara á einhverri lítt þekktri klámsíðu, eins og á við um mörg slík myndbönd, heldur í dreifingu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í marga daga þrátt fyrir að reglur miðilsins banni nekt sem er ekki birt með samþykki. Genevieve Oh, sjálfstæður rannsakandi á djúpfölsunum, sagði við NBC að rúmlega 40 færslur með djúpfölsuðu myndbandinu af Althoff hefðu fengið samanlagt 6,5 milljónir áhorfs á samfélagsmiðlinum X á innan við sólarhring. Althoff birti yfirlýsingu um myndbandið í hringrás sinni á Instagram þar sem hún sagði það ekki raunverulegt heldur falsað. Hún sagðist sjálf hafa orðið vör við myndbandið þegar fólk úr teyminu hennar hringdi í hana til að spyrja hvort það væri raunverulegt eða ekki. „Ég hata að valda ykkur vonbrigðum en ástæðan fyrir því að ég er að trenda er 100% ekki ég og greinilega gervigreind,“ sagði Althoff óvenjuróleg. Þá sagðist hún furða sig á því að fólk hafi í alvörunni trúað því að myndbandið væri raunverulegt en ekki augljós fölsun. Ráða ekki við flæði kláms inn á X Samfélagsmiðillinn X hefur átt í miklum erfiðleikum með djúpfalsanir undanfarnar vikur vegna þess hvað miðillinn er illa mannaður þegar kemur að ritstjórn og eftirliti. Nektarmyndir af Taylor Swift unnar af gervigreind hafa flætt inn á miðilinn og illa gengur að taka þær nógu hratt niður. Vegna bjargarleysis starfsmanna við að eyða myndunum af Swift neyddist X til að banna notendum tímabundið að leita að nafni Taylor Swift svo það væri ekki hægt að nálgast myndefnið. Twitter var á sínum tíma einn af fyrstu samfélagsmiðlunum til að setja skýrar reglur um gervigreindarmyndir árið 2020. Stjórnendur fyrirtækisins sögðust þá skilja hættuna sem stafaði af „fölsuðu efni“ og að þeir ætluðu að vinna gegn því. Eftir að Elon Musk keypti Twitter, sagði upp fjölda fólks og breytti reglum miðilsins hefur hann orðið að fullkomnu dreifikerfi fyrir djúpfalsaðar nektarmyndir sem eru búnar til án samþykkis. Ekki nóg með að skortur á ritstjórn geri slíku efni auðveldlega kleift að verða „viral“ heldur hafa notendur nýtt sér vinsældirnar til að græða á áhorfinu. Annað sem flækir málið er að það eru engin ríkislög og ekkert lagalegt regluverk um djúpfalsanir í Bandaríkjunum. Ákveðin ríki, til að mynda Georgía og Virginía, hafa bannað gervigreindarklám sem er búið til án samþykkis. Á undanförnum mánuðum hefur þó verið ákall meðal bandarískra þingmanna um að samin verði ríkislög til að sporna við djúpfölsunum. Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tækni X (Twitter) Bandaríkin Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hin 26 ára Althoff skaust upp á stjörnuhimininn sumarið 2023 þegar hún tók viðtal við rapparann Drake í hlaðvarpinu The Really Good Podcast. Althoff tók viðtöl við fleiri þekkta einstaklinga á borð við Shaq, Mark Cuban og Lil Yachty en viðtölin vöktu mikla athygli vegna vandræðalegs viðtalsstíls hennar. Althoff er nýjasta fórnarlamb djúpfalsaðra nektarmyndbanda en í þeim er andlitum fólks skeytt inn í klámefni til að búa til nýja falska útgáfu. Gervigreind hefur á síðustu misserum orðið sífellt öflugri við gerð djúpfalsaðs klámefnis og nú er svo komið að erfitt er að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað er falsað. Sagði myndbandið af sér vera greinilega djúpfölsun Djúpfölsunin af Althoff var ekki bara á einhverri lítt þekktri klámsíðu, eins og á við um mörg slík myndbönd, heldur í dreifingu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í marga daga þrátt fyrir að reglur miðilsins banni nekt sem er ekki birt með samþykki. Genevieve Oh, sjálfstæður rannsakandi á djúpfölsunum, sagði við NBC að rúmlega 40 færslur með djúpfölsuðu myndbandinu af Althoff hefðu fengið samanlagt 6,5 milljónir áhorfs á samfélagsmiðlinum X á innan við sólarhring. Althoff birti yfirlýsingu um myndbandið í hringrás sinni á Instagram þar sem hún sagði það ekki raunverulegt heldur falsað. Hún sagðist sjálf hafa orðið vör við myndbandið þegar fólk úr teyminu hennar hringdi í hana til að spyrja hvort það væri raunverulegt eða ekki. „Ég hata að valda ykkur vonbrigðum en ástæðan fyrir því að ég er að trenda er 100% ekki ég og greinilega gervigreind,“ sagði Althoff óvenjuróleg. Þá sagðist hún furða sig á því að fólk hafi í alvörunni trúað því að myndbandið væri raunverulegt en ekki augljós fölsun. Ráða ekki við flæði kláms inn á X Samfélagsmiðillinn X hefur átt í miklum erfiðleikum með djúpfalsanir undanfarnar vikur vegna þess hvað miðillinn er illa mannaður þegar kemur að ritstjórn og eftirliti. Nektarmyndir af Taylor Swift unnar af gervigreind hafa flætt inn á miðilinn og illa gengur að taka þær nógu hratt niður. Vegna bjargarleysis starfsmanna við að eyða myndunum af Swift neyddist X til að banna notendum tímabundið að leita að nafni Taylor Swift svo það væri ekki hægt að nálgast myndefnið. Twitter var á sínum tíma einn af fyrstu samfélagsmiðlunum til að setja skýrar reglur um gervigreindarmyndir árið 2020. Stjórnendur fyrirtækisins sögðust þá skilja hættuna sem stafaði af „fölsuðu efni“ og að þeir ætluðu að vinna gegn því. Eftir að Elon Musk keypti Twitter, sagði upp fjölda fólks og breytti reglum miðilsins hefur hann orðið að fullkomnu dreifikerfi fyrir djúpfalsaðar nektarmyndir sem eru búnar til án samþykkis. Ekki nóg með að skortur á ritstjórn geri slíku efni auðveldlega kleift að verða „viral“ heldur hafa notendur nýtt sér vinsældirnar til að græða á áhorfinu. Annað sem flækir málið er að það eru engin ríkislög og ekkert lagalegt regluverk um djúpfalsanir í Bandaríkjunum. Ákveðin ríki, til að mynda Georgía og Virginía, hafa bannað gervigreindarklám sem er búið til án samþykkis. Á undanförnum mánuðum hefur þó verið ákall meðal bandarískra þingmanna um að samin verði ríkislög til að sporna við djúpfölsunum.
Gervigreind Klám Stafrænt ofbeldi Tækni X (Twitter) Bandaríkin Tengdar fréttir Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tækniframfarir hleypa óhugnanlegu lífi í klámiðnaðinn Í svokölluðum djúpfölsunar-myndböndum, eða deepfakes, er andlitum frægra kvenna skeytt inn á klámmyndbönd. 4. febrúar 2018 17:00