Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 14:51 Donald Trump og Joe Biden munu væntanlega mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. Biden á mun meira í kosningasjóðum sínum og Trump ver fúlgum fjár í lögfræðikostnað. Það mun mögulega koma niður á kosningabaráttu hans. AP Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Undir lok janúar sat Trump á þrjátíu milljónum dala í kosningasjóði sínum. Hann hafði safnað níu milljónum í mánuðinum en eytt 11,4. Save America, pólitísk aðgerðanefnd Trumps (PAC), átti þó einungis um sex milljónir dala í lok mánaðarins. Trump hefur notað sjóðinn til að greiða lögfræðikostnað fyrir sig og valda samstarfsmenn sína. Sá kostnaður var nærri því fjórar milljónir dala í janúar og skuldar sjóðurinn 1,9 milljónir til viðbótar, samkvæmt frétt Washington Post. Trump situr þó á sjóð í annarri aðgerðanefnd sem kallast MAGA Inc.. Hann átti 19,7 milljónir í lok janúar. Saman eyddu þessir sjóðir 55,6 milljónum dala í lögfræðikostnað árið 2023. Það samsvarar rúmum 7,5 milljörðum króna. Í heildina sat Trump á um 56 milljónum dala í lok síðasta mánaðar. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Nikki Halyy, mótframbjóðandi Trumps í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, segist ekki ætla að hætta þó henni hafi ekki gengið vel hingað til. Tónn hennar í garð Trumps verður sífellt harðari og hefur hún safnað töluvert af fé, bæði frá auðugum aðilum og í smáum framlögum. Í lok Janúar hafði hún safnað 11,5 milljónum dala í mánuðinum. Hún eyddi þó rúmum þrettán en átti nærri því þrettán milljónir dala í kosningasjóði sínum í lok mánaðarins. SFA Fund Inc., pólitísk aðgerðanefnd hennar, eyddi tæpum fjórtán milljónum dala í mánuðinum og átti eingöngu um tvær milljónir um mánaðamótin. Biden á bústinni buddu Þegar litið er til kosningasjóða landsnefnda Repúblikanaflokksins annars vegar og Demókrataflokksins hins vegar, njóta þeir síðarnefndu töluverðs forskots. Landsnefnd Repúblikanaflokksins átti einungis 8,7 milljónir dala um mánaðamótin en Demókrataflokkurinn sat á 24 milljónum. Repúblikanar söfnuðu 11,5 milljónum í janúar og eyddu 10,8. Demókratar söfnuðu sextán milljónum og eyddu fjórtán. Joe Biden, forseti, situr einnig á digrum sjóðum og virðist eiga mun meira fé til kosningabaráttunnar en Trump, sem er væntanlegur mótframbjóðandi hans. Framboð hans segir að rúmar 42 milljónir dala hafi safnast í kosningasjóð hans og í aðgerðanefndir í janúar. Þá á forsetinn nærri því 56 milljónir dala í kosningasjóði sínum. Framboðið þarf ekki að leggja fram skýrslur um stöðu aðgerðanefnda Bidens til kosningayfirvalda fyrr en í apríl en framboð hans segir að í heildina eigi Biden um 130 milljónir dala til að verja í kosningabaráttuna.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42