Íslenski listinn einstakur og krefjist sérstakrar skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 11:12 Bjarni Benediktsson tók við sem utanríkisráðherra í október í fyrra. Vísir/vilhelm Vinna þriggja manna sendinefndar utanríkisráðuneytisins við að koma dvalarleyfishöfum með fjölskyldusameiningu frá Gaza tekur tíma og ómögulegt að segja hvenær henni lýkur. Ástæðan er sú að enginn íslenskur ríkisborgari er á lista íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar segir að nefndin hafi undanfarið verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa með fjölskyldusameiningu frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Verkefnið hafi meðal annars falist í úrlausn praktískra atriða við mögulega fólksflutninga, afhendingu lista dvalarleyfishafa til viðeigandi aðila og samskiptum við fulltrúa fyrrnefndra stjórnvalda. Bent er á að önnur norræn ríki hafi undanfarnar vikur komið ríkisborgurum, og í einhverjum tilvikum dvalarleyfishöfum, yfir landamærin. Hafi þau því getað veitt íslensku sendinefndinni mikilvægar leiðbeiningar og aðstoð í þessum efnum. „Önnur Norðurlönd annast þó ekki framkvæmd slíkra fólksflutninga fyrir Íslands hönd, enda snýr slík aðstoð þeirra aðeins að íslenskum ríkisborgurum - en enginn íslenskur ríkisborgari er á Gaza.“ Í tilkynningunni segir að um einstakt og umfangsmikið verkefni sé að ræða. „Fyrir liggur að stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir diplómatískum leiðum. Fulltrúar stjórnvalda hafa þannig fylgt öllum ferlum sem stofnanir í Egyptalandi og Ísrael fara fram á,“ segir í tilkynningunni. Þannig komi ekki til greina að greiða fé undir borðið til að auðvelda fyrir vinnslu málsins. „Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listi íslenskra stjórnvalda sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Af þessari ástæðu megi gera ráð fyrir að málið þarfnist sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu.“ Þetta sé í samræmi við það sem fram hafi komið í máli íslenskra stjórnvalda um að verkefnið sé einstakt hvað framangreint varðar, en ekki síður þann hlutfallslega fjölda sem hér er um að ræða. „Líkt og af þessu má ráða liggur ekki fyrir hvernig endanleg tímalína málsins verður,“ segir ráðuneytið og boðar frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins eftir því sem málinu vindur fram. Utanríkismál Ísrael Egyptaland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar segir að nefndin hafi undanfarið verið að störfum í Egyptalandi til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa með fjölskyldusameiningu frá Gaza. Sendinefndin hafi átt í góðu samstarfi við fulltrúa egypskra, ísraelskra og norrænna stjórnvalda á svæðinu. Verkefnið hafi meðal annars falist í úrlausn praktískra atriða við mögulega fólksflutninga, afhendingu lista dvalarleyfishafa til viðeigandi aðila og samskiptum við fulltrúa fyrrnefndra stjórnvalda. Bent er á að önnur norræn ríki hafi undanfarnar vikur komið ríkisborgurum, og í einhverjum tilvikum dvalarleyfishöfum, yfir landamærin. Hafi þau því getað veitt íslensku sendinefndinni mikilvægar leiðbeiningar og aðstoð í þessum efnum. „Önnur Norðurlönd annast þó ekki framkvæmd slíkra fólksflutninga fyrir Íslands hönd, enda snýr slík aðstoð þeirra aðeins að íslenskum ríkisborgurum - en enginn íslenskur ríkisborgari er á Gaza.“ Í tilkynningunni segir að um einstakt og umfangsmikið verkefni sé að ræða. „Fyrir liggur að stjórnvöld munu eingöngu vinna eftir diplómatískum leiðum. Fulltrúar stjórnvalda hafa þannig fylgt öllum ferlum sem stofnanir í Egyptalandi og Ísrael fara fram á,“ segir í tilkynningunni. Þannig komi ekki til greina að greiða fé undir borðið til að auðvelda fyrir vinnslu málsins. „Í samskiptum við ísraelsk stjórnvöld hefur komið fram að listi íslenskra stjórnvalda sé einstakur fyrir þær sakir að þar sé engan íslenskan ríkisborgara að finna og engan með tvöfalt ríkisfang, heldur eingöngu dvalarleyfishafa. Af þessari ástæðu megi gera ráð fyrir að málið þarfnist sérstakrar skoðunar af þeirra hálfu.“ Þetta sé í samræmi við það sem fram hafi komið í máli íslenskra stjórnvalda um að verkefnið sé einstakt hvað framangreint varðar, en ekki síður þann hlutfallslega fjölda sem hér er um að ræða. „Líkt og af þessu má ráða liggur ekki fyrir hvernig endanleg tímalína málsins verður,“ segir ráðuneytið og boðar frekari upplýsingar á vef ráðuneytisins eftir því sem málinu vindur fram.
Utanríkismál Ísrael Egyptaland Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira