Ætlar ekki að hætta við innrás í Rafah Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 11:19 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir þá sem vilja stöðva innrásina í Rafah vera að biðja Ísraela um að tapa stríðinu gegn Hamas. AP/Gil Cohen-Magen Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir ekki koma til greina að hætta við innrás í borgina Rafah í suðurhluta Gasastrandarinnar. Rúm milljón Palestínumanna hefur flúið þangað undan átökum Ísraela og Hamas-liða sem hafa valdið gífurlegum skaða á svæðinu lokaða. Mikið af þessu fólki heldur til í tjöldum, skólum eða á heimilum vina og ættingja og búa þau við skort á helstu nauðsynjum eins og matvælum og vatni. Forsætisráðherrann sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki hætta við, jafnvel þó hann sé undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu. Hélt hann því fram á blaðamannafundi í gær að þeir sem vildu halda aftur af Ísrael væru í raun að krefjast þess að Ísraelar töpuðu stríðinu við Hamas. „Það er satt að það er mikil andstaða erlendis en þetta er akkúrat augnablikið þar sem við verðum að segja að við ætlum ekki að vinna óklárað verk,“ sagði Netanjahú samkvæmt frétt New York Times. Stríðið hófst eftir mannskæða árás Hamas og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra, þar sem Hamas-liðar tóku á þriðja hundrað gísla til Gasastrandarinnar. Stríðið hefur kostað þúsundir Palestínumanna lífið og hafa stórir hlutar Gasa verið lagðir í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að minnsta kosti 28 þúsund Palestínumenn liggja í valnum og er óttast að þúsundir til viðbótar liggi í rústum húsa á Gasaströndinni. Erlendir ráðamenn og forsvarsmenn alþjóðlegra samtaka hafa varið við því að innrás í Rafah myndi hafa gífurlegar afleiðingar fyrir fólkið sem heldur til þar og gera stöðu Palestínumanna mun verri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Ísraelar leggi fram áætlun um brottflutning borgara frá Rafah, áður en innrás verður gerð. Engin slík áætlun liggur fyrir. Sjá einnig: Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Netanjahú hélt því þó fram að Palestínumönnum yrði leyft að fara frá Rafah og það væri nægt pláss fyrir þau norður af borginni. Ísraelar segja nauðsynlegt að gera innrás í Rafah því þar megi finna vígamenn og göng undir landamæri Gasa og Egyptalands sem þurfi að eyðileggja. Þegar Netanjahú ræddi við blaðamenn í gærkvöldi fóru fram umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn hans í Tel Aviv. NYT segir þetta hafa verið stærstu mótmælin gegn ríkisstjórninni um mánaða skeið. Mótmælendur komu saman til að kalla eftir nýjum kosningum. Umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Ísraels fóru fram í Tel Aviv í gærkvöldi.AP/Leo Correa Kosið um vopnahléskröfu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun líklega halda atkvæðagreiðslu um tillögu um að krefjast vopnahlés á þriðjudaginn. Tillaga að slíkri kröfu hefur verið lögð fram af erindrekum Alsír en erindrekar Bandaríkjanna hafa gefið í skyn að þeir muni beita neitunarvaldi, verði tillagan samþykkt. Það segir Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Sameinuðu þjóðunum, að sé vegna þess að tillagan gæti komið niður á viðkvæmum viðræðum milli Ísraela og leiðtoga Hamas um að binda enda á átökin, samkvæmt frétt Reuters. Umræddar viðræður snúast í grunninn um vopnahlé í skiptum fyrir það að gíslum Hamas verði sleppt. Netanjahú sagði þó í gær að litlar líkur væru á því að viðræður þessar myndu skila miklum árangri á næstunni. Hann sagði kröfur leiðtoga Hamas vera fáránlegar og að þeir hefðu ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Alsír Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 „Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mikið af þessu fólki heldur til í tjöldum, skólum eða á heimilum vina og ættingja og búa þau við skort á helstu nauðsynjum eins og matvælum og vatni. Forsætisráðherrann sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki hætta við, jafnvel þó hann sé undir miklum þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu. Hélt hann því fram á blaðamannafundi í gær að þeir sem vildu halda aftur af Ísrael væru í raun að krefjast þess að Ísraelar töpuðu stríðinu við Hamas. „Það er satt að það er mikil andstaða erlendis en þetta er akkúrat augnablikið þar sem við verðum að segja að við ætlum ekki að vinna óklárað verk,“ sagði Netanjahú samkvæmt frétt New York Times. Stríðið hófst eftir mannskæða árás Hamas og annarra á suðurhluta Ísrael þann 7. október í fyrra, þar sem Hamas-liðar tóku á þriðja hundrað gísla til Gasastrandarinnar. Stríðið hefur kostað þúsundir Palestínumanna lífið og hafa stórir hlutar Gasa verið lagðir í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir að minnsta kosti 28 þúsund Palestínumenn liggja í valnum og er óttast að þúsundir til viðbótar liggi í rústum húsa á Gasaströndinni. Erlendir ráðamenn og forsvarsmenn alþjóðlegra samtaka hafa varið við því að innrás í Rafah myndi hafa gífurlegar afleiðingar fyrir fólkið sem heldur til þar og gera stöðu Palestínumanna mun verri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Ísraelar leggi fram áætlun um brottflutning borgara frá Rafah, áður en innrás verður gerð. Engin slík áætlun liggur fyrir. Sjá einnig: Segir hamfarir myndu fylgja í kjölfar innrásar Ísraelsmanna Netanjahú hélt því þó fram að Palestínumönnum yrði leyft að fara frá Rafah og það væri nægt pláss fyrir þau norður af borginni. Ísraelar segja nauðsynlegt að gera innrás í Rafah því þar megi finna vígamenn og göng undir landamæri Gasa og Egyptalands sem þurfi að eyðileggja. Þegar Netanjahú ræddi við blaðamenn í gærkvöldi fóru fram umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn hans í Tel Aviv. NYT segir þetta hafa verið stærstu mótmælin gegn ríkisstjórninni um mánaða skeið. Mótmælendur komu saman til að kalla eftir nýjum kosningum. Umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn Ísraels fóru fram í Tel Aviv í gærkvöldi.AP/Leo Correa Kosið um vopnahléskröfu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun líklega halda atkvæðagreiðslu um tillögu um að krefjast vopnahlés á þriðjudaginn. Tillaga að slíkri kröfu hefur verið lögð fram af erindrekum Alsír en erindrekar Bandaríkjanna hafa gefið í skyn að þeir muni beita neitunarvaldi, verði tillagan samþykkt. Það segir Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Sameinuðu þjóðunum, að sé vegna þess að tillagan gæti komið niður á viðkvæmum viðræðum milli Ísraela og leiðtoga Hamas um að binda enda á átökin, samkvæmt frétt Reuters. Umræddar viðræður snúast í grunninn um vopnahlé í skiptum fyrir það að gíslum Hamas verði sleppt. Netanjahú sagði þó í gær að litlar líkur væru á því að viðræður þessar myndu skila miklum árangri á næstunni. Hann sagði kröfur leiðtoga Hamas vera fáránlegar og að þeir hefðu ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Alsír Bandaríkin Egyptaland Tengdar fréttir Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12 Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34 „Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34 Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16 Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Segjast hafa handsamað tugi hryðjuverkamanna á Nasser spítalanum Ísraelsher fullyrðir að hermenn hafi handsamað tugi grunaðra hryðjuverkamanna þegar árás var gerð á stærsta sjúkrahús Gasa svæðisins, Nasser spítalann. 16. febrúar 2024 07:12
Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins. 13. febrúar 2024 13:34
„Hvert getum við farið?“ Palestínskir flóttamenn og aðrir íbúar í Rafah á suðurhluta Gasa eru gríðarlega óttaslegnir í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Harðar loftárásir hersins hafa dunið á borginni síðustu daga. 12. febrúar 2024 23:34
Sagður kalla Netanjahú drullusokk Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. 12. febrúar 2024 16:16
Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13