Júlía Navalní segir að Pútín verði dreginn til ábyrgðar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2024 16:00 Júlía Navalní, eiginkona Alexei, ávarpaði öryggisráðstefnuna í Munich i dag. AP/Kai Pfaffenbach Júlía Navalní, eiginkona Alexei Navalní, sem sagður er hafa dáið í fangelsi í Síberíu í dag, segir að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, muni verða dreginn til ábyrgðar fyrir dauða eiginmanns hennar reynist satt að hann sé látinn. Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024 Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Hún segist eiga erfitt með að trúa fregnunum, sem hingað til hafa eingöngu komið frá fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi. Navalní var 47 ára gamall en hann er sagður hafa misst meðvitund eftir göngutúr í fangelsinu í morgun og dáið í kjölfarið. Lögmenn hans eru sagðir á leið í fangelsið þar sem hann var í haldi en það er mjög einangrað í Síberíu. Navalní hélt átakanlega ræðu í Munchen í Þýskalandi þar sem árleg öryggisráðstefna fer fram. Hún hóf ræðuna á því að hún hefði hugsað sig lengi um hvort hún ætti að hætta við ræðuna og fljúga beint til barna sinna en hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að Alexei hefði farið á svið, hefði hann getað það. Hún sagði að ef fregnirnar frá Rússlandi væru réttar vildi hún að Pútín, vinir hans og meðlimir ríkisstjórnar hans væru meðvitaðir um að þeir yrðu á endanum dregnir til ábyrgðar fyrir allt sem þeir hefðu gert Rússlandi, fjölskyldu hennar og eiginmanni hennar. „Ykkar dagur mun koma mjög fjlótt,“ sagði hún. Sjá einnig: Bjarni segir Pútín bera ábyrgð á andlátinu Navalní kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman gegn „illskunni“ í Kreml og kæmi ógnarstjórninni frá völdum. Þegar hún lauk ræðu sinni og gekk af sviðinu stóðu gestir í salnum á fætur og klöppuðu. Yulia Navalnaya at the Munich Security Conference:"I want #Putin and all his associates to know that they will be responsible for everything they have done to our country and my family. And that day will come very soon. I would like to call on the international community and pic.twitter.com/6XEa8ObFtw— The Anti-Corruption Foundation (@ACF_int) February 16, 2024
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira