Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 09:06 Framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 200 þúsund skotfæri á ári. AP/Philipp Schulze Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Sjá meira
Rheinmetall er stærsti vopnaframleiðandi Þýskalands og Papperger lét ummælin falla þegar hann tók á móti Olaf Scholz kanslara, þegar horsteinn var lagður að nýrri vopnaverksmiðju í Neðra-Saxlandi. Meðal annarra gesta voru varnarmálaráðherrann Boris Pistorius og Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Fjárfesting Rheinmetall vegna verksmiðjunnar nemur yfir 300 milljónum dollara en þegar hún verður komin í fulla notkun verður framleiðslugeta hennar 200 þúsund skotfæri í stórskotabyssur. Leiðtogar Evrópu og Atlantshafsbandalagsins hafa gagnrýnt harðlega ummæli Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, sem sagðist á dögunum hafa látið þau orð falla á leiðtogafundi að Rússum væri velkomið að ráðast á þær Nató-þjóðir sem legðu ekki sitt af mörkum fjárhagslega. Menn hafa í kjölfarið lagt áherslu á nauðsyn Evrópu að geta varið sig óháð Bandaríkjunum, þrátt fyrir að afstaða Trump lýsi ekki almennum viðhorfum innan stjórnkerfisins vestanhafs. Papperger sagði að það myndi taka Evrópu langan tíma að undirbúa sig til að takast á við óvin sem vildi efna til stríðs við Atlantshafsbandalagið. „Við verðum ágæt eftir þrjú til fjögur ár en þurfum tíu ár til að verða virkilega reiðubúin,“ sagði hann. Stærstur hluti skotfærabirgða Evrópu hefði verið sendur til Úkraínu á síðustu misserum og framleiðsluþörfin væri um 1,5 milljón skotfæri. Scholz vildi ekki tjá sig um það hvort ummæli Trump hefðu valdið honum áhyggjum en sagðist fullviss að Nató væri nauðsynlegt Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. „Við treystum á það, forseti Bandaríkjanna treystir á það og ég er viss um að bandaríska þjóðin mun gera það líka,“ sagði hann. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði sýnt að hann hefði „keisaralegan metnað“ og ef menn vildu búa við frið þyrftu þeir að draga kjarkinn úr þeim sem mögulega vildu efna til stríðs. Spurð að því hvort Evrópa þyrfti að vera undir það búin að geta varið sig ef Bandaríkjamenn slitu varnarsamstarfinu sagði Frederiksen að menn þyrftu að vera reiðubúnir „sama hvað“. Hraða þyrfti vopnaframleiðslu og því væri hún viðstödd lagningu hornsteinsins. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC.
NATO Þýskaland Danmörk Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00