Erlent

Stubb bar nauman sigur úr býtum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Alexander Stubb er þrettándi forseti Finnlands.
Alexander Stubb er þrettándi forseti Finnlands. EPA

Önnur umferð forsetakosninga Finnlands fór fram í dag. Kosningabaráttan stóð milli Alexanders Stubb fyrrverandi forsætisráðherra og Pekka Haavisto fyrrverandi utanríkisráðherra en sá fyrrnefndi sigraði. 

Sigur Stubb var þó ansi naumur en forsætisráðherrann fyrrverandi hlaut 51,6 prósent atkvæða gegn 48,4 prósent atkvæðum Haavisto. 

Fyrri umferð kosninganna fór fram fyrir tveimur vikum þar sem Stubb og Haavisto voru eðli málsins samkvæmt atkvæðamestir og komust upp í næstu umferð. Þá hlaut Stubb 27 prósent atkvæða en Haavisto 25 prósent. 

Kjörsókn var rúmlega sjötíu prósent, örlítið lægri en í fyrri umferðinni þegar 75 prósent þeirra með kosningarétt nýttu sér hann. 

Kjörtímabil Finnlandsforseta eru sex ár, sem þýðir að Stubb mun að öllu óbreyttu gegna embættinu til ársins 2030. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×