Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2024 06:57 Reykur stígur til himins í kjölfar loftárása Ísraelsmanna á Gasa. AP/Ariel Schalit Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Um milljón manns dvelja nú í borginni, í suðurhluta Gasa, en hundruð þúsunda hafa flúið þangað annars staðar frá undan aðgerðum Ísraelsmanna. Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í síðustu viku að herinn myndi hefja sókn að Rafah á næstunni en erfitt er að sjá hvert fólk á að flýja þaðan, þar sem það á ekki möguleika á því að fara yfir landamærin að Ísrael eða Egyptalandi. Samkvæmt OCHA létust ellefu í árás á íbúðahús nærri An Najjar-sjúkrahúsinu í austurhluta Rafah snemma á laugardag. Þá létust níu til viðbótar í tveimur aðskildum árásum, þar af eitt barn. Ísraelar beina nú sjónum sínum að Rafah en það er erfitt að sjá hvert íbúar ættu að flýja þaðan.AP/Ariel Schalit AFP hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, að alls hafi 128 látist í árásum á Rafah um helgina. Samkvæmt Guardian er fólk enn að flýja til Rafah frá Khan Younis, þrátt fyrir viðvaranir Ísraelsmanna, enda orðið fátt um staði á Gasa þar sem íbúar geta leitað skjóls. Al Jazeera greinir frá því að Ísraelar hafi staðið í aðgerðum víða á Vesturbakkanum, þar sem að minnsta kosti ellefu hafi verið handteknir. Komið hafi til átaka milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna í borginni Tulkarem og í al-Ain flóttamannabúðunum í Nablus. Samkvæmt OCHA hafa 372 Palestínumenn látist í aðgerðum Ísraelsmanna á Vesturbakkanum frá 7. október síðastliðnum, þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til Sádi Arabíu en hann mun einnig heimsækja Ísrael, Egyptaland og Katar til að freista þess að þrýsta á um vopnahlé.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira