Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 22:00 Ekki liggur fyrir hvaða fólk mennirnir voru ráðnir til að myrða en annað þeirra er sagt hafa flúið frá Íran. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði ákærur gegn mönnunum þremur í dag. AP/Alex Brandon Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn. Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Ekki kemur fram í nýjum dómskjölum hvaða fólk er um að ræða en annað þeirra mun hafa flúið frá Íran og áttu mennirnir að fá 350 þúsund dali fyrir verknaðinn. Það samsvarar rúmum 48 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Ákærur gegn mönnunum og írönskum manni sem réði þá voru opinberaðar af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Kanadísku mennirnir heita Patrick John Ryan og Adam Richard Pearson, sem bjó ólöglega í Minnesota Í Bandaríkjunum á umræddum tíma. Í ákærunni segir að Pearson hafi verið ráðinn til að myrða fólkið og hann hafi lofað því að mynda teymi til þess. Þá hét hann því að skjóta fólkið ítrekað í höfuðið svo eftir því yrði tekið. Á einum tímapunkti er hann sagður hafa sent Ryan skilaboð um að afhöfða þyrfti aðra manneskjuna. Ekkert varð af banatilræðinu. Báðir sitja nú í fangelsi í Kanada. Ryan var dæmdur fyrir byssulagabrot og Pearson var handtekinn af starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2021 og framseldur til Kanada vegna morðs í Kanada frá 2019. Sagður skipuleggja morð fyrir vernd Sá íranski heitir Naji Sharifi Zindashti. Hann er talinn vera fíkniefnasmyglari sem starfar á vegum leyniþjónustu íranska hersins, samkvæmt frétt ríkisútvarps Kanada. Hann er sagður hafa ráðið mennina sem milliliður leyniþjónustunnar. Hann er sagður starfa í Íran með vernd yfirvalda þar í skiptum fyrir að hann noti umsvif sín til að gera leyniþjónustum greiða, eins og að fremja morð og ræna fólki sem er klerkastjórninni í Íran ekki að skapi. Gífurleg spenna er nú milli Bandaríkjanna og Íran, eftir að meðlimir íraksks vígahóps sem studdur er af Íran, felldi þrjá bandaríska hermenn og særði rúmlega þrjátíu, í drónaárás um helgina. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa heitið því að bregðast við árásinni og fjölmörgum öðrum sem sveitir sem tengjast klerkastjórninni í Íran nánum böndum hafa gert á bandaríska hermenn.
Kanada Bandaríkin Íran Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira