Erlent

Banda­rískir her­menn féllu í dróna­á­rás í Jór­daníu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið ákveðinn í afstöðu sinni um stuðning til handa Úkraínu en þingið er að reynast honum fjötur um fót.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið ákveðinn í afstöðu sinni um stuðning til handa Úkraínu en þingið er að reynast honum fjötur um fót. AP/Stephanie Scarbrough

Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt.

Joe Biden greindi frá árásinni í yfirlýsingu í eftirmiðdaginn í dag. Þar sakaði hann vígasamtök styrkt af Írönum um að bera ábyrgð á árásinni.

Þetta eru fyrstu bandarísku hermennirnir til að falla í árásum á bandaríska herinn í Mið-Austurlöndum frá því átökin á Gasasvæðinu hófust í október.

„Efist ekki - við munum draga þá til ábyrgðar þegar og á þann hátt sem við veljum,“ sagði Biden um hefndaraðgerðir Bandaríkjanna í yfirlýsingunni.

Muhannnad Mubaidin, talsmaður ríkisstjórnar Jórdaníu, hélt því fram í ríkissjónvarpi Jórdaníu að árásin hefði ekki átt sér stað í Jórdaníu heldur hinum megin við landamærin í Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa hafnað því.


Tengdar fréttir

Ræða veru bandarískra hermanna í Írak

Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður.

Búa sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum

Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanan, eru að undirbúa áætlanir fyrir mögulegar langvarandi hernaðaraðgerðir gegn Hútum í Jemen. Markmið Bandaríkjamanna er að stöðva árásir Húta á fraktskip sem verið er að sigla um Rauða hafið og gegnum Súesskurðinn.

Aukin átök og hækkandi spennu­stig í Mið-Austur­löndum

Minnst fjórir meðlimir byltingarvarða íranska hersins voru drepnir í loftárás Ísraels á Damaskus, höfuðborgar Sýrlands í morgun. Nokkrir sýrlenskir hermenn voru einnig drepnir í árásinni að sögn íranskra yfirvalda.

Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus

Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×