Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 14:29 George Elokobi fagnar með liðinu að leik loknum. X / Emirates FA CUP Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit. Maidstone sló League One liðið Stevenage úr leik í síðustu umferð, sem þótti ótrúlegur árangur. Fáir bjuggust við sigri gegn Ipswich, sem situr í 2. sæti Championship deildarinnar, næstefstu deild Englands. Lamar Reynolds skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu með vippu yfir markvörð Ipswich. Þetta var fyrsta mark Reynolds fyrir félagið. Klippa: Ótrúleg mörk er sjöttu deildarliðið flaug áfram Jeremy Sarmiento jafnaði metin fyrir heimamenn snemma í fyrri hálfleik en Sam Corne skoraði sigurmark leiksins fyrir Maidstone á 66. mínútu eftir góðan undirbúning fyrri markaskorarans Lamar Reynolds. Ipswich komst hársbreidd frá því að jafna leikinn og tryggja endurtekningu í uppbótartíma, en boltinn vildi ekki í netið og Maidstone hampaði sigri. George Elokobi þjálfar Maidstone. Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina. Ekki kallaður Bikarkobi fyrir ekki neitt. https://t.co/EFn6O1X8j7 pic.twitter.com/uhv0qzAdkf— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) January 6, 2024 Eins og áður segir er Maidstone komið áfram í fjórðu umferð eða 32-liða úrslit FA bikarsins. Bournemouth og Manchester City hafa einnig tryggt sér sæti. Dregið verður seinni part dags á morgun og þá mun næsti andstæðingur Maidstone liggja fyrir. Mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Kristins Kjærnested af Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02 Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Maidstone sló League One liðið Stevenage úr leik í síðustu umferð, sem þótti ótrúlegur árangur. Fáir bjuggust við sigri gegn Ipswich, sem situr í 2. sæti Championship deildarinnar, næstefstu deild Englands. Lamar Reynolds skoraði fyrsta mark leiksins á 43. mínútu með vippu yfir markvörð Ipswich. Þetta var fyrsta mark Reynolds fyrir félagið. Klippa: Ótrúleg mörk er sjöttu deildarliðið flaug áfram Jeremy Sarmiento jafnaði metin fyrir heimamenn snemma í fyrri hálfleik en Sam Corne skoraði sigurmark leiksins fyrir Maidstone á 66. mínútu eftir góðan undirbúning fyrri markaskorarans Lamar Reynolds. Ipswich komst hársbreidd frá því að jafna leikinn og tryggja endurtekningu í uppbótartíma, en boltinn vildi ekki í netið og Maidstone hampaði sigri. George Elokobi þjálfar Maidstone. Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina. Ekki kallaður Bikarkobi fyrir ekki neitt. https://t.co/EFn6O1X8j7 pic.twitter.com/uhv0qzAdkf— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) January 6, 2024 Eins og áður segir er Maidstone komið áfram í fjórðu umferð eða 32-liða úrslit FA bikarsins. Bournemouth og Manchester City hafa einnig tryggt sér sæti. Dregið verður seinni part dags á morgun og þá mun næsti andstæðingur Maidstone liggja fyrir. Mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Kristins Kjærnested af Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02 Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Elokobi vill snúa aftur heim og mæta Wolves George Elokobi stýrði Maidstone til sigurs gegn Stevenage í 3. umferð FA bikarsins. Maidstone spilar í sjöttu efstu deild og sigurinn því nokkuð óvæntur en Stevenage leikur í League One, þriðju efstu deild England. 7. janúar 2024 10:02
Elokobi sendi Messunni gjöf: Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 16:00