Innlent

Lagði sig á hringtorgi í Kópa­vogi í nístingskulda

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi eða nótt um ölvaðan einstakling sem hafði ákveðið að leggja sig á hringtorgi í Kópavogi. Hiti var undir frostmarki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þar hefur jafnframt snjóað talsvert undanfarið. Lögreglan ók manninum heim til sín.

Greint er frá atvikinu í dagbók lögreglunnar. Þar er einnig greint frá öðru atviki í Kópavogi þar sem tilkynnt var um mannlausa bifreið utan vegar. Lögreglan hafði samband við skráðan eiganda bifreiðarinnar sem ætlaði að bjarga málunum.

Háaleitis- og Bústaðahverfinu var lögreglu tilkynnt um unglingadrykkju í verslunarmiðstöð. Foreldrar og forráðamenn unglingana hafa verið upplýstir um stöðuna.

Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í miðbænum, en ekki eru gefnar frekari upplýsingar um það mál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×