Veður

All­hvasst á Aust­fjörðum en víða bjart sunnan- og vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Frost á landinu verður á bilinu núll til tíu stig.
Frost á landinu verður á bilinu núll til tíu stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðvestan golu eða kalda í dag, en stinningskalda eða allhvössu á Austfjörðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að gert sé ráð fyrir éljum norðan- og austanlands, en að verði úrkomulítið þar síðdegis. Víða bjart veður á Suður- og Vesturlandi, en dálítil él vestantil annað kvöld.

Frost á landinu verður á bilinu núll til tíu stig.

„Svo er útlit fyrir umhleypingar og skiptast þá á allhvöss suðvestanátt með éljum og sunnan- og suðaustanátt með rigningu. Spár benda til að sérstaklega mildari sunnanáttin geti borið með sér talsverða úrkomu. Ekki er ólíklegt að einhverjar umferðartruflanir verði, sér í lagi á fjallvegum og heiðum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað og dálítil él, en bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust syðst.

Á miðvikudag: Sunnan 8-13 og rigning eða slydda, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig síðdegis.

Á fimmtudag: Sunnanátt, víða talsverð rigning og milt veður. Vestlægari og él vestantil seinnipartinn, en austanlands um kvöldið. Kólnandi veður.

Á föstudag og laugardag: Suðvestanátt og él, en úrkomulítið norðaustantil. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag: Útlit fyrir vaxandi vind með úrkomusömu veðri. Hlýnandi í bili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×