Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 09:59 Donald Trump á sviði í New Hamshire á miðvikudagskvöldið. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. Þetta sagði hann vegna gagnrýni fólks og þar á meðal mótframbjóðenda hans í Repúblikanaflokknum, eins og Nikki Haley, á að hann væri of gamall. Haley sagði fyrr í vikunni að flestir kjósendur í Bandaríkjunum vildu ekki hafa tvo áttræða menn í framboði til forseta og sakaði hún Trump um frekjuköst. Samkvæmt frétt Washington Post virðast ummælin hafa farið fyrir brjóstið á Trump sem varði nokkuð stórum hluta af rúmlega klukkutíma langri ræðu sinni á miðvikudagskvöldið í að ræða hversu ungur honum fyndist hann vera og um vitsmuni sína. „Mér líður eins og ég sé um 35 ára gamall,“ sagði Trump meðal annars. Mér líður í alvörunni betur en mér leið fyrir þrjátíu árum. Segið mér, er það galið? Mér líður betur núna og ég held ég sé vitsmunalega betri en ég var fyrir tuttugu árum. Ég veit ekki af hverju.“ Í nýlegri könnun sem vísað er til í grein WP segir að 86 prósent kjósenda Repúblikana segir Joe Biden, sem er 81 árs, of gamlan til að vera forseti. Rúmum þriðjungi þeirra finnst Trump einnig vera of gamall. Trump sagði á miðvikudaginn að hann væri ekki of gamall. Benti hann á að hann væri upp á sviði að semja ræðu á staðnum. Hann væri með textavélar sem hann hefði eiginlega ekkert lesið. Trump brags that he aced a dementia test: they always show you the first one like a giraffe, a tiger, a whale. Which one is the whale? pic.twitter.com/lju83XxmiX— Acyn (@Acyn) January 18, 2024 Áðurnefnt vitsmunapróf tók Trump í byrjun árs 2018 og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur stært sig af því að hafa staðið sig vel. Í júlí 2020, þegar Trump var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News, stærði hann sig af því hve vel honum hefði gengið í prófinu. Hann sagðist fyrst hafa verið beðinn um að endurtaka fimm orð: „Manneskja, kona, maður, myndavél og sjónvarp,“ sagði Trump. Þá sagði hann að seinna í prófinu hefði hann verið beðinn um að endurtaka orðin í réttri röð og að hann hefði gert það rétt. „Þau sögðu: Þetta er ótrúlegt. Hvernig gerðir þú þetta?“ Ég gat þetta því ég er mjög minnugur, af því að ég er á þeim stað, vitsmunalega,“ sagði Trump árið 2020. Áhugasamir geta skoðað próf eins og Trump tók í þessari grein frá 2018. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Þetta sagði hann vegna gagnrýni fólks og þar á meðal mótframbjóðenda hans í Repúblikanaflokknum, eins og Nikki Haley, á að hann væri of gamall. Haley sagði fyrr í vikunni að flestir kjósendur í Bandaríkjunum vildu ekki hafa tvo áttræða menn í framboði til forseta og sakaði hún Trump um frekjuköst. Samkvæmt frétt Washington Post virðast ummælin hafa farið fyrir brjóstið á Trump sem varði nokkuð stórum hluta af rúmlega klukkutíma langri ræðu sinni á miðvikudagskvöldið í að ræða hversu ungur honum fyndist hann vera og um vitsmuni sína. „Mér líður eins og ég sé um 35 ára gamall,“ sagði Trump meðal annars. Mér líður í alvörunni betur en mér leið fyrir þrjátíu árum. Segið mér, er það galið? Mér líður betur núna og ég held ég sé vitsmunalega betri en ég var fyrir tuttugu árum. Ég veit ekki af hverju.“ Í nýlegri könnun sem vísað er til í grein WP segir að 86 prósent kjósenda Repúblikana segir Joe Biden, sem er 81 árs, of gamlan til að vera forseti. Rúmum þriðjungi þeirra finnst Trump einnig vera of gamall. Trump sagði á miðvikudaginn að hann væri ekki of gamall. Benti hann á að hann væri upp á sviði að semja ræðu á staðnum. Hann væri með textavélar sem hann hefði eiginlega ekkert lesið. Trump brags that he aced a dementia test: they always show you the first one like a giraffe, a tiger, a whale. Which one is the whale? pic.twitter.com/lju83XxmiX— Acyn (@Acyn) January 18, 2024 Áðurnefnt vitsmunapróf tók Trump í byrjun árs 2018 og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump hefur stært sig af því að hafa staðið sig vel. Í júlí 2020, þegar Trump var í viðtali hjá Sean Hannity á Fox News, stærði hann sig af því hve vel honum hefði gengið í prófinu. Hann sagðist fyrst hafa verið beðinn um að endurtaka fimm orð: „Manneskja, kona, maður, myndavél og sjónvarp,“ sagði Trump. Þá sagði hann að seinna í prófinu hefði hann verið beðinn um að endurtaka orðin í réttri röð og að hann hefði gert það rétt. „Þau sögðu: Þetta er ótrúlegt. Hvernig gerðir þú þetta?“ Ég gat þetta því ég er mjög minnugur, af því að ég er á þeim stað, vitsmunalega,“ sagði Trump árið 2020. Áhugasamir geta skoðað próf eins og Trump tók í þessari grein frá 2018.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. 28. desember 2023 16:04