Veður

Út­lit fyrir hvassan vind með snjó­komu syðst

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er frosti á bilinu þrjú til sextán stig í dag.
Spáð er frosti á bilinu þrjú til sextán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða í dag, en annars bjart með köflum. Síðdegis er búist við vaxandi austanátt og að þykkni upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld.

Gul viðvörun er í gildi í kvöld á Suðurlandi vegna hríðar, einkum undir Eyjafjöllum.

Spáð er frosti á bilinu þrjú til sextán stig, kaldast í innsveitum norðaustantil.

„Í nótt dregur smám saman úr vindi. Á morgun verður suðaustanblástur eða kaldi og víða él eða skúrir, en úrkomuminna síðdegis og rofar til um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig, en hiti yfirleitt 0 til 3 stig við sjávarsíðuna,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, snjókoma eða slydda með köflum, en styttir upp sunnantil síðdegis. Frost 0 til 10 stig, en hiti um eða yfir frostmarki syðst.

Á sunnudag: Breytileg átt, 3-10, skýjað og dálítil él með ströndinni norðan- og vestanlands, en annars bjart með köflum. Kólnar í veðri.

Á mánudag: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él norðantil, en að mestu bjart syðra. Frost 2 til 15 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag: Vaxandi suðlæg átt og lítilsháttar él vestanlands, en yfirleitt bjart fyrir austan. Hægt hlýnandi veður.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum eða skúrum. Hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag: Líkur á stífri suðvestanátt með skúrum og síðar éljum. Kólnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×