Erlent

Gefur ó­vænt út bók á fjórða degi á konungs­stól

Atli Ísleifsson skrifar
Fririk var krýndur konungur á síðastliðinn sunnudag og tók hann þá við krúnunni af Margréti Þórhildi drottningu.
Fririk var krýndur konungur á síðastliðinn sunnudag og tók hann þá við krúnunni af Margréti Þórhildi drottningu. AP

Á fjórða degi sínum sem Danakonungur hefur Friðrik tíundi óvænt gefið út bók þar sem hann deilir með sér hugleiðingum um líf sitt og tilveru auk þess að líta í baksýnisspegilinn.

Danska konungshöllin greindi í morgun frá útgáfu bókarinnar, sem ber titilinn Konungsorð (d. Kongeord) og skrifar Friðrik hana í samstarfi við rithöfundinn Jens Anderson sem áður hefur skráð ævisögu Friðriks.

Friðrik var krýndur konungur Danmerkur á sunnudaginn en í ávarpi sínu á nýársdag tilkynnti Margrét Þórhildur Danadrottning að hún hugðist afsala sér krúnunni þannig að Friðrik yrði konungur.

Bókin er 112 síður að lengd og segir Friðrik þar frá samband sitt við aðra í konungsfjölskyldunni og hugleiðingar sínar um sögu Danmerkur, fjölskylduna, hjónabandið, kristindóminn og samband Danmerkur og Færeyja og Grænlands.

„Ég er nú sá sem ég er. Ég mun einnig kappkosta að vera þannig konungur Danmerkur,“ segir Friðrik.

Í frétt DR kemur einnig fram að í bókinni segi Friðrik að „við eigum að passa upp á kristin gildi okkar. Hann segist fara með kvöldbæn með börnum sínum, finnist gott að fara í kirkju og kallar kristindóminn mikilvægan hluta af því sem Danir eru.

Þá segir hann að Danir eigi að taka „siðferðislega og mannúðlega ábyrgð á hver öðrum“.


Tengdar fréttir

„Guð geymi kónginn“

Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag

Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×