Íslenski boltinn

Fram heldur á­fram að smíða nýja vörn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorri Stefán Þorbjörnsson tekur slaginn með Fram í sumar.
Þorri Stefán Þorbjörnsson tekur slaginn með Fram í sumar. fram

Fram hefur staðfest komu Þorra Stefáns Þorbjörnssonar á láni frá Lyngby í Danmörku. Hann mun leika með Frömmurum í Bestu deildinni í sumar.

Þorri er sautján ára örvfættur miðvörður sem er uppalinn hjá Fram. Hann fór til FH í ársbyrjun 2022 og lék einn leik með liðinu í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Þorri gekk svo í raðir Lyngby í fyrra.

Þorri er þriðji varnarmaðurinn sem Rúnar Kristinsson, nýr þjálfari Fram, fær til liðsins í vetur. Áður voru Kennie Chopart og Kyle McLagan komnir frá KR og Víkingi.

Faðir Þorra er Þorbjörn Atli Sveinsson sem lék með Fram í kringum aldamótin. Pabbi hans spilaði fremst á vellinum en ekki aftast eins og Þorri.

Fram endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×