Gerðu árás nálægt ræðisskrifstofu Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 23:45 Árásin var gerð á borgina Erbil. Dan Kitwood/Getty Byltingarverðir Írans hafa lýst yfir ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael.
Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira