Gerðu árás nálægt ræðisskrifstofu Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 23:45 Árásin var gerð á borgina Erbil. Dan Kitwood/Getty Byltingarverðir Írans hafa lýst yfir ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
AP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir stjórnvöldum í Íran að árásin hafi beinst að „hryðjuverkahópum sem beita sér gegn Íran“. Það var stuttu eftir að eldflaugar lentu skammt frá ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í borginni. Öryggisráð svæðisstjórnar Kúrda á svæðinu hefur greint frá því að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið og sex aðrir særst í árásinni. Íranir segjast hafa gert nokkrar árásir á „starfsstöðvar hryðjuverkamanna“. Þar á meðal séu skotmörk sem tengist Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Í annarri yfirlýsingu sögðust Íranir þá hafa hæft höfuðstöðvar Mossad, leyniþjónustu Ísraels, innan kúrdíska hluta Íraks. Aukin spenna á svæðinu Fyrr í þessum mánuði lýsti Íslamska ríkið, ISIS, yfir ábyrgð á tveimur sjálfsvígssprengjuárásum á minningarathöfn um Qassem Soleimani. Soleimani var háttsettur og dáður hershöfðingi innin íranska hersins. Hann var drepinn í drónaárás Bandaríkjamanna árið 2020. AP hefur eftir embættismanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert benti til þess að bandarískir innviðir hefðu skemmst í árásinni. Árásin er talin til marks um aukna spennu í Mið-Austurlöndum, þar sem talið er að árásir Ísraelsmanna á Gasa séu til þess fallnar að dreifa úr sér. Síðan Hamas-samtökin gerðu árás á Ísrael þann 7. október á síðasta ári hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael.
Írak Íran Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira