Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 16:03 Ása hefur farið fram á að bandaríska alríkislögreglan bæti henni það tjón sem varð við húsleit á heimili hennar í sumar. Vísir/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31