Erlent

Ása Guð­björg fær 140 milljónir fyrir þátt­töku í heimildar­mynd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mál Rex Heuermann hefur vakið mikla athygli. 
Mál Rex Heuermann hefur vakið mikla athygli. 

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 

Rex Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí vegna gruns um aðild hans að Gilgo-Beach morðunum svokölluðu. Heuermann er nú ákærður fyrir morð á þremur vændiskonum og er grunaður um að hafa myrt eina í viðbót. 

Í frétt New York Post, sem haldið hefur uppi ítarlegri umfjöllun um málið, kemur fram að fjölskyldan fái eina milljón Bandaríkjadala fyrir gerð myndarinnar, sem nemur um 140 milljónum króna. Myndin verði framleidd af NBCUniversal í samstarfi við Texas Crew Productions og framleiðsufyrirtækið G-unit, sem er í eigu rapparans 50 Cent. 

Robert Macedonio, lögmaður Ásu er sagður hafa skrifað undir samning upp á 400 þúsund dala greiðslu fyrir þátttöku í myndinni, eða 56 milljónir króna. Lögmaður barna Ásu og Heuermann fær 200 þúsund dali fyrir þátttöku. 

Lífi þeirra snúið á hvolf. 

Ása sótti um skilnað frá Heuermann sex dögum eftir að hann var handtekinn í júlí. Í samtali við The Sun í september sagði hún að eftir handtökuna hafi lífi hennar og krakkanna hefði verið snúið á hvolf. 

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Ása hafi stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili hennar í sumar þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Ása sagði sem urðu á húsinu svo slæmar að hún ætti ekki rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×