Erlent

Frið­rik tíundi verður Dana­konungur í dag

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Margmenni þyrpist að hallargarði Kristjánsborgar og bíða síns nýja konungs með eftirvæntingu og margir í skrautlegum búningum.
Margmenni þyrpist að hallargarði Kristjánsborgar og bíða síns nýja konungs með eftirvæntingu og margir í skrautlegum búningum. AP/Martin Meissner

Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.

Þétt dagskrá er í Kaupmannahöfn og hefst hún klukkan hálf tvö að staðartíma eða klukkan hálf eitt að íslenskum tíma. Þá keyra krónprinshjúin frá Amalíuborg og til Kristjánsborgarhallarinnar. Stuttu seinna leggur Margrét Þórhildur Danadrottning af stað eftir sömu leið.

Leið Friðriks X til Kristjánsborgar. Merkt á kortið eru einnig Höll Friðriks áttunda og Kristjáns níunda í Amalíuborg.Google Maps

Þegar þau eru komin til hallarinnar fundar krónprinsinn og bróðir hans Kristján með ríkisstjórninni í Ríkisráðinu. Krýningin á sér formlega stað undir eins og Margrét Þórhildur Danadrottning undirritar afsagnaryfirlýsinguna.

Klukkan þrjú að staðartíma stígur Friðrik tíundi og Mette Frederiksen forsætisráðherra út á svalir Kristjánsborgarhallar. Þá mun Mette formlega lýsa Friðrik konung og í kjölfarið ávarpar hann þjóð sína. Þá mun hann einnig tilkynna kjörorð sín sem er gömul hefð danskra konunga.

Að því loknu munu fallbyssur hleypa af 27 heiðursskotum í Sixtus-batteríinu og konungsfáninn verður flaggaður í Amalíuborg. Þá halda konungshjónin frá Kristjánsborg og aftur til Amalíuborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×