Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2024 06:57 Austin gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtiskrabbameins í desember, þar sem hann var svæfður. AP/Maya Alleruzzo Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni. Frá þessu var greint í gær en málið hefur vakið meiri athygli en ella vegna þess að svo virðist sem hvorki Joe Biden Bandaríkjaforseta né öðrum háttsettum embættismönnum innan stjórnkerfisins hafi verið greint frá veikindum og sjúkrahúsinnlögn Austin fyrr en seint og síðar meir. Samkvæmt erlendum miðlum var Austin lagður inn vegna þvagfærasýkingarinnar 1. janúar en hvorki Hvíta húsinu, þinginu né aðstoðar varnarmálaráðherranum Kathleen Hicks var greint frá veikindunum fyrr en nokkrum dögum síðar. Stjórnvöld hafa nú gripið til þess að ráðast í endurskoðun á verkferlum og Hvíta húsið hefur sent frá sér ítrekun til ráðuneyta um að þeim sé skylt að tilkynna forsetaembættinu ef ráðherrar eða aðrir hæstráðendur geta ekki sinn störfum sínum. Hvíta húsið hefur hins vegar einnig ítrekað að Austin verði áfram varnarmálaráðherra út þetta kjörtímabil Joe Biden. Þá lofaði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, Austin og sagði veikindi og innlögn hans ekki hafa ógnað öryggi landsins. Greint hefur verið frá því að varnarmálaráðherrann hafi verið svæfður í aðgerðinni í desember en hafi verið með fullri meðvitund frá því hann var lagður inn 1. janúar síðastliðinn. Hann er sagður munu ná fullum bata en læknar hafa varað við því að það muni taka tíma. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Frá þessu var greint í gær en málið hefur vakið meiri athygli en ella vegna þess að svo virðist sem hvorki Joe Biden Bandaríkjaforseta né öðrum háttsettum embættismönnum innan stjórnkerfisins hafi verið greint frá veikindum og sjúkrahúsinnlögn Austin fyrr en seint og síðar meir. Samkvæmt erlendum miðlum var Austin lagður inn vegna þvagfærasýkingarinnar 1. janúar en hvorki Hvíta húsinu, þinginu né aðstoðar varnarmálaráðherranum Kathleen Hicks var greint frá veikindunum fyrr en nokkrum dögum síðar. Stjórnvöld hafa nú gripið til þess að ráðast í endurskoðun á verkferlum og Hvíta húsið hefur sent frá sér ítrekun til ráðuneyta um að þeim sé skylt að tilkynna forsetaembættinu ef ráðherrar eða aðrir hæstráðendur geta ekki sinn störfum sínum. Hvíta húsið hefur hins vegar einnig ítrekað að Austin verði áfram varnarmálaráðherra út þetta kjörtímabil Joe Biden. Þá lofaði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, Austin og sagði veikindi og innlögn hans ekki hafa ógnað öryggi landsins. Greint hefur verið frá því að varnarmálaráðherrann hafi verið svæfður í aðgerðinni í desember en hafi verið með fullri meðvitund frá því hann var lagður inn 1. janúar síðastliðinn. Hann er sagður munu ná fullum bata en læknar hafa varað við því að það muni taka tíma.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira