Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 13:57 Navalní hefur setið í fangelsi frá árinu 2021. EPA Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023 Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023
Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira